
19 May Mandi kynnir viðamikla vörulínu
Posted at 00:50h
in Veitingafélagið
Vörulína Mandi
Mandi veitingastaður hefur hafið framleiðslu á ýmsum vörum sem hafa verið vinsælar á matseðli staðarins. Eru þær væntanlegar í sölu á næstu vikum.
Tekið af heimasíðu Mandi
Í gegnum áranna rás höfum við fengið fjöldamargar beiðnir frá viðskiptavinum okkar um að eiga kost á því að nálgast okkar vörur í verslunum. Við höfum því þróað ýmsar vörur fyrir verslanir undanfarin misseri og má þar helst nefna okkar sívinsæla Hummus, en í dag þá framleiðum við þrjár bragðtegundir af Mandi hummus. Einnig framleiðum við tvær bragðtegundir af frosnu Mandi Falafel, vinsælu Mandi sósurnar okkar, frosnar pizzur, falafel duft, Mandi hrísgrjón og kryddlínu sem samanstendur af fimm tegundum.
Vörusíða Mandi